Farþegar skemmtiferðaskipa: Forkönnun 2017

Ferðahegðun farþega skemmtiferðaskipa

 - forkönnun

 

Farþegakönnun 2017Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn síðsumars 2017.

Spurningalistar lagðir fyrir farþega fyrir brottför skipanna. Spurt um ferðahegðun farþega, útgjaldaliði, ákvörðunar- og innkaupaferla auk ánægju farþega eða óánægju með ferð og heimsóknastað.

Meginmarkmið frumrannsóknarinnar könnun á möguleika aðferðar og gengi þess að fá farþega til að svara slíkum spurningalistum.

Niðurstöður framkvæmdaþáttar rannsóknarinnar sýna að vel gekk að ná til farþega og að svörun var góð en að helstu áskoranir við fyrirlögn spurningalista eru annars vegar vindur og regn en hins vegar streita sem myndast meðal farþega þegar margar rútur koma samtímis með farþega úr skoðunarferðum skömmu fyrir brottför.

Samantekt sem sýnir helstu niðurstöður jafnt framkvæmdahluta sem svörun spurninga var birt í árslok 2018.

Skemmtiferðaskip á Akureyri: Forkönnun meðal farþega 2017

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]