Rannsóknahópur - Norrænt rannsóknanet um skemmtiskiparannsóknir

Skemmtiferðaskip við Akureyrarhöfn. ©Þórný Barðadóttir

Norrænt rannsóknanet um skemmtiskiparannsóknir – Nordic Cruise Research Network, NCRN - var stofnað snemma árs 2018.

Markmið rannsóknanetsins er að verða sameiginlegur vettvangur fræðimanna sem sinna og/eða hafa áhuga á rannsóknum sem tengjast skemmtiskipum í Norðri. 

Með tilurð netsins verða til samskiptaleiðir sem gerir rannsakendum kleift að viðhalda tengslum og skapa ný, eiga í samskiptum, ræða niðurstöður rannsókna og hugmyndir að nýjum rannsóknarefnum tengdum umferð skemmtiskipa og ferðaþjónustu þeim tengdum.

 

Atburðaskrá

  • Snemma árs 2019 sendi hópur rannsakenda í nafni NCRN umsókn í norskan samkeppnissjóð, The Norwegian Cooperation Program in Higher Education with Russia (NORRUSS). Sótt var um fjárframlag til viðamikillar samanburðarrannsóknar á ýmsum áhrifum koma skemmtiferðaskipa á Norður Atlantshafssvæði norðurslóða (Rússland, Noregur, Ísland, Grænland). Snemma árs 2020 var tilkynnt að rannsóknin hefði hlotið fulla fjármögnun og mun rannsóknin standa yfir frá júní 2020 til júní 2023.   
  • Haustið 2018 stóð hópur rannsakanda í nafni NCRN, að málsstofu á 27. árlega málþingi norrænna rannsakenda á ferðamennsku og -þjónustu 27th Nordic Symposium of Hospitality and Tourism Research. Yfirskrift málstofunnar var Maritime tourism and sustainability: An interdisciplinary and multidisciplinary research agenda.

 

Smellið hér til að skoða lista yfir þátttakendur NCRN netsins

Nánari upplýsingar veitir Þórný Barðadóttir (thorny@rmf.is), sérfræðingur á RMF