Skemmtiferðaskip: móttaka og þjónusta
Skemmtiferðaskip: Móttaka og þjónusta í landi
- viðtalsrannsókn
Vorið 2017 stóð RMF fyrir viðtalsrannsókn meðal hagsmunaaðila móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskip þar sem leitað var reynslu þeirra og upplifunar, auk sýnar á tækifæri, áskoranir, ávinning og stöðu verkferla og stefnumótunar um umferð skipanna hérlendis.
Til rannsóknar á móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskip í héraði, var afmarkað rannsóknasvæði á Norðurlandi sem náði frá Fjallabyggð í vestri til Norðurþings í austri. Þar var rætt við fulltrúa hafna, sveitarfélaga og ferða- þjónustu. Að auki var rætt við fulltrúa skipaumboða, ferðaheildsala og hagsmunasamtaka sem svöruðu fyrir aðstæður á landsvísu.
Verkefni styrkt af Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA
Niðurstöðuskýrsla rannsóknarinnar var gefin út í árslok 2017.
... það er bara, hver á að taka af skarið? Móttaka skemmtiferðaskipa við Norðurland
Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]
Póla á milli? Samanburðarrannsókn
Framhaldsverkefni þar sem niðurstöður viðtala við hagsmunaaðila skemmtiferðaskipa eru bornar saman við niðurstöður sambærilegrar viðtalsrannsóknar sem framkvæmd var meðal móttöku- og þjónustuaðila skemmtiferðaskipa á Nýja-Sjálandi.
Skoðuð eru líkindi og það sem ólíkt er í aðstæðum landanna tveggja, upplifun þeirra og sýn á greinina.
Unnið er að útgáfu sameiginlegrar fræðigreinar sem stefnt er að birta árið 2019.
Þórný Barðadóttir fer með umsjón og framkvæmd rannsóknaverkefnanna en um rannsókn á Nýja Sjálandi sá dr. Tracy Harkison, Auckland University of Technology.
Unnið er að frekari starfi og útfærslum rannsóknaverkefna sem taka til umferðar skemmtiferðaskipa hérlendis sem sem erlendis.
Umsjón með hluta RMF: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]