Rannsóknahópur - Ábyrg ferðamennska á norðurslóðum
RMF er þátttakandi í þverfaglegu rannsóknarneti fræðimanna í sjávarlíffræði og ferðamálafræði í tengslum við verkefnið Sustainable Tourism and Responsible Practices of Arctic Coastal Communities and Seascapes (ReSea).
Markmið rannsóknarnetsins er að koma af stað verkefnum sem miða að því að byggja upp þekkingargrunn til auðvelda ábyrga ákvarðanatöku í sjávartengdri ferðaþjónustu þar sem byggt er á aðdráttarafli hafsins og lífríki þess.
Rannsóknarhópurinn, sem samanstendur af íslenskum, norskum og áströlskum fræði- og vísindamönnum, hlaut styrk úr Arctic Studies áætluninni til að kosta undirbúningsvinnu og umsóknagerð í samkeppnissjóði. Undirbúningurinn hófst í nóvember 2016, en snemma árs 2017 var hafist handa við hönnun þverfaglegs heildræns rannsóknaverkefnis undir heitinu Responsible Tourism in Actic Seascapes (ReSea). Hópurinn hefur sótt um verkefnastyrki í ýmsa rannsóknarsjóði og stefnir að sameiginlegum rannsóknarverkefnum.
Verkefnastjóri er Dr. Jessica Faustini Aquino sérfræðingur hjá Selasetri Íslands og lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum en Auður H Ingólfsdóttir tekur þátt í rannsóknarnetinu fyrir hönd RMF (audur@unak.is)