Verkefni - Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu
Tilviksrannsókn: Húsavík, Mývatnssveit, Höfn og Siglufjörður
Meginmarkmið verkefnisins er greining á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í byggðum landsins. Unnið verður með hliðsjón af alþjóðlegri forskrift ferðaþjónustureikninga. Rekstrarlegar ástæður og misjafnt aðgengi að upplýsingum um ferðaþjónustukaup er misjafnt eftir landshlutum. Opinberar hagtölur getur því í einhverjum tilfellum þurft að aðlaga að staðháttum
Rannsóknin tekur til fjögurra byggðakjarna: Húsavíkur, Mývatnssveitar, Siglufjarðar og Hafnar í Hornafirði. Staðirnir hafa allir gengið í gegnum hræringar í atvinnulífi undanfarin ár. Samdráttur hefur orðið í grunnatvinnuvegunum, sér í lagi sjávarútvegi, á sama tíma og miklar framtíðarvæntingar eru bundnar við ferðaþjónustu.
Rannsóknin byggir á verkefni sem unnið hefur verið í Þingeyjarsýslum frá árinu 2013. Það verkefni snýr að aðlögun alþjóðlegra aðferða við gerð ferðaþjónustureikninga að afmörkuðum svæðum landsins í þeim tilgangi að greina efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á svæðinu.
Hluta verkefnsins sneri að Þingeyjarsýslum lauk vorið 2016 með útgáfu áfangaskýrslu sem gefin var út á ensku og sjá má að neðan:
Economic Effects of Tourism in Þingeyjarsýslur Analysis at the sub-national level in Iceland
Í árslok 2016 komu svo út skýrslur fyrir hvern hinna fjögurra byggðakjarna:
Erlendir gestir á Siglufirði sumarið 2015
Erlendir gestir á Höfn í Hornafirði sumarið 2015
Erlendir gestir í Mývatnssveit sumarið 2015
Erlendir gestir á Húsavík sumarið 2015
Umsjón: Lilja B. Rögnvaldsdóttir [liljab @ hi.is]