Verkefni - Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu

Tilviksrannsókn: Höfn - Mývatnssveit - Siglufjörður

Rannsóknin felur í sér greiningu á því hvaða áhrif hinn hraði vöxtur ferðaþjónustunnar, samhliða lengra ferðamannatímabili, hefur á samfélag heimamanna, menningu og daglegt líf.

Ljóst þykir að ferðaþjónusta getur leitt til breytinga á samfélögum og samsetningu þeirra. Slíkar breytingar geta verið af félagslegum og menningarlegum toga, sem og hagrænum og umhverfislegum. Auk þess þarf að huga að jákvæðum og neikvæðum áhrifum ferðaþjónustu á íbúa og menningu þeirra þar sem uppbygging í ferðaþjónustu þarf að vera í sátt við samfélag og heimamenn.

Verkefnið var fjármagnað af atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.

 

Verkefninu lauk í árslok 2016 með útgáfu tveggja skýrslna sem lesa má hér að neðan.

Greining á samfélagslegum áhrifum ferðaþjónustu - skýrsla

 

Greining á áhrifum ferðaþjónustu á ferðamennsku í einstökum samfélögum

ÁSamfélagsleg áhrif ferðaþjónustuhrif ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög: niðurstöður símakönnunar

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @ hi.is] í samvinnu við Arnar Þór Jóhannesson hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.