Verkefni - Viðhorf ferðamanna í flugi KEF-AK

Akureyrarflugvöllur. ©Isavia

Könnun á viðhorfum ferðamanna í beinu tengiflugi milli Keflavíkur og Akureyrar. Áhersla var lögð á að safna gögnum um erlenda ferðamenn í tengifluginu sem myndu varpa ljósi ferðahegðun og neyslu þeirra á Norðurlandi. Einnig var kannað hvaða aðrir hópar hefðu verið í tengifluginu, hvað hefði einkennt þá, hvernig ferðaskipulagi þeirra hefði verið háttað, hvaða flugtengingar þeir hefðu notað ásamt viðhorfi þeirra til þjónustu flugfélagsins.

Könnunin var netkönnun sem var send til þátttakenda að lokinni ferð á tímabilinu júlí 2017 til febrúarloka 2018. 

Gagnaöflun var í höndum Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri en Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) sá um úrvinnslu gagna og verkefnastjórn. Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar var unnin fyrir Markaðsstofu Norðurlands (MN) en auk MN voru aðrir samstarfsaðilar Air Iceland Connect og Isavia. 

Verkefninu lauk með skýrslu haustið 2018.

 

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@hi.is]