Verkefni - Viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu

Tvær kannanir hafa verið gerðar á landsvísu á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu. Sú fyrri var unnin á vegum Ferðamálastofu árið 2014 í samstarfi við RMF og Háskólann á Hólum. Markmiðið var að kanna viðhorf Íslendinga til ferðaþjónustu á Íslandi. Sú síðari var gerð síðla árs 2017. Markmiðið var að kanna viðhorf landsmanna til ferðaþjónustu og ferðamanna á Íslandi og hvort einhverjar breytingar á viðhorfum landsmanna hafi átt sér stað frá síðustu könnun á landsvísu 2014. Öllum gögnum var skilað til Mælaborðs ferðaþjónustunnar. Rannsóknin var fjármögnuð af ANR.


Sérstakar samantektir með niðurstöðum könnunarinnar voru unnar fyrir hvert markaðssvæði landshlutanna og birtust snemma árs 2018:

Viðhorf íbúa á Austurlandi til ferðamanna og ferðaþjónustu

Viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna og ferðaþjónustu

Viðhorf íbúa á Norðurlandi til ferðamanna og ferðaþjónustu

Viðhorf íbúa á Reykjanesi til ferðamanna og ferðaþjónustu

Viðhorf íbúa á Suðurlandi til ferðamanna og ferðaþjónustu

Viðhorf íbúa á Vestfjörðum til ferðamanna og ferðaþjónustu

Viðhorf íbúa á Vesturlandi til ferðamanna og ferðaþjónustu

 

Í lokaskýrslu var í fyrsta lagi gerð samanburðargreining á niðurstöðum kannananna 2014 og 2017 til að meta hvaða breytingar hafi orðið á viðhorfi landsmanna milli kannana. Í öðru lagi var gerð þáttagreining á gögnunum sem safnað var í könnuninni 2017. Á grundvelli þáttagreiningarinnar var gerð línuleg aðhvarfsgreining til að meta tengsl ýmissa bakgrunnsþátta og viðhorfa landsmanna til ferðamanna. Í þriðja lagi var gerð greining á svörum landsmanna við opnum spurningum sem voru í könnuninni 2017. Tilgangur opnu spurninganna var að finna hvar jákvæðar og neikvæðar áherslur liggja sem gætu varpað ljósi á hvers megi vænta ef ferðaþjónustan hefur neikvæð áhrif á líf heimamamanna. 

 

Hér má lesa skýrslu RMF um greiningu niðurstaðna landskönnunar ársins 2014 og skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands með niðurstöðum könnunarinnar.

 

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@hi.is]