Viðhorf útivistarfólks og ferðamanna til virkjana á Henglinum
Markmið þessarar rannsóknar var að afla gagna um viðhorf tiltekinna notendahópa til framkvæmda og mannvirkja á Henglinum og áhrif á upplifun og notkun þeirra á svæðinu.
Gagnasöfnun fólst í spurningakönnun sem var framkvæmd sumarið 2017.
Alls var safnað 1135 svörum í Reykjadal, á Nesjavöllum og í Dyradal.