Rannsóknarhópur um vinnuafl í ferðaþjónustu
Rannsóknahópur um öflun og miðlun þekkingar, á vinnuafli í ferðaþjónustu á norðlægum slóðum. Meðal rannsóknarefni hópsins má nefna þætti eins og einkenni og eðli starfa í ferðaþjónustu, mannauður, staða erlends vinnuafls innan greinarinnar, menntun og þjálfun þeirra sem starfa í greininni.
Rannsóknarhópurinn var myndaður í kjölfarið á 13. ráðstefnunni um ábyrga ferðaþjónustu á áfangastöðum (e. 13th International Conference on Responsible Tourism in Destinations), sem haldin var í Reykjavík 28. og 29. september 2017.
Tilgangur rannsóknarhópsins er að efla og deila þekkingu um starfsfólk og störf í ferðaþjónustu. Áhrif ferðaþjónustunnar á efnahagslega, félagslega og umhverfistengda þætti eru þekktir. Samt sem áður hefur lítið verið skoðað hverjar eru helstu áskoranir í kringum atvinnu í ferðaþjónustu og einnig hvert hlutverk starfsmanna er í ferðaþjónustu sem lykilhluthafa í þróun greinarinnar. Dæmi um rannsóknarefni sem hópurinn leitast við að kanna nánar:
- Kortlagning á vinnuafli í ferðaþjónustu og tengdum greinum
- Erlent vinnuafl í ferðaþjónustu og tengdum greinum
- Viðhorf til starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum
- Eðli starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum
- Starfsánægja í ferðaþjónustu og tengdum greinum
- o.fl.
Dr. Andreas Walmsley [ad3412@coventry.ac.uk], Coventry University leiðir vinnu rannsóknahópsins.
Íris Hrund Halldórsdóttir, Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfsmaður hópsins
Hér má sjá þátttakendur rannsóknahópsins
Rannsóknaverkefni:
Kjör og aðstæður erlends vinnuafls í ferðaþjónustu
Útgáfa bókar
Að frumkvæði hópsins kom út árið 2020 bókin Tourism employment in Nordic Countries – Trends, Practices and Opportunities. Ritstjórar bókarinnar eru allt meðlimir í rannsóknarhópnum. Bókin var gefin út af útgefandanum Palgrave MacMillan (hluti af Springer Group).
Markmið bókarinnar er að vera yfirlit um aðkallandi mál er varða atvinnu í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum. Þessi bók er fyrsta sinnar tegundar því málefni vinnuafls í ferðaþjónustu hafa ekki verið skoðuð áður út frá sjónarhorni Norðurlandanna. Dæmi um viðfangsefni einstakra kafla eru búferlaflutningar, atvinna ungs fólks, ábyrg ferðaþjónusta og atvinnumál og önnur málefni efst á baugi varðandi vinnuafl í ferðaþjónustu. Textinn á að höfða til fjölbreytts hóps lesenda, bæði innan fræðasamfélagsins og meðal þeirra sem vinna við stefnumótun ferðaþjónustunnar sem og annarra sem koma þessu málefni. Í bókinni má á meðal annarra, finna nokkra kafla úr íslensku umhverfi.
Nálgast má bókina í gegnum heimasíðu útgefanda Palgrave.com