Áhrif orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna
Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif Kröfluvirkjunar og tengdra mannvirkja á upplifun ferðamanna og bera saman við niðurstöður úr sambærilegri rannsókn sem fór fram á Blöndusvæðinu árið 2016.
Gagnasöfnun fólst í spurningakönnun sem var lögð fyrir ferðamenn á vinsælum skoðunarstöðum á svæðinu.
Spurningakönnunin var framkvæmd á 15 dögum sumarið 2017 og samtals náðust 1208 svör, flest við Víti en einnig á bílastæði við Leirhnjúk og í gestastofu.
Verkefninu lauk með útgáfu skýrslu vorið 2018.