Saga RMF

Sögu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála má rekja aftur til ársins 1997 þegar sett var á stofn staða rannsakanda við skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri. Staðan var síðar færð undir rekstur Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem gerðu um hana samstarfssamning árið 1999 og varð Ferðamálasetur Íslands til árið 2000.

Árið 2008 var heiti samstarfsverkefnisins breytt í Rannsóknamiðstöð ferðamála.

Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri hafa síðan farið með rekstur RMF og tilnefnir hvor háskóli tvo fulltrúa í stjórn, auk þess sem Háskólinn á Hólum, Ferðamálastofa (áður Ferðamálaráð) og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) tilnefna einn fulltrúa hver.

Höfuðstöðvar Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og áður Ferðamálaseturs Íslands hafa frá upphafi verið við Háskólann á Akureyri, en frá árinu 2012 hefur jafnframt verið verið starfrækt skrifstofa við Háskóla Íslands. 

 

Ferðalangar í Vopnafirði ©Tarriq Hossein