Rannsóknaverkefni RMF

=========================================================

Yfirstandandi verkefni

=============================================

UPLIFT: Tækifæri í bókmennta- og kvikmyndaferðaþjónustu leyst úr læðingi

Evrópskt samstarfsverkefni til tveggja ára (2024-26) sem snýr að nýsköpun og nýtingu tækninýjunga á borð við sýndarveruleika og gervigreind innan bókmennta- og kvikmyndaferðaþjónustu. 

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is] og Vera Vilhjálmsdóttir [verav@rmf.is] hafa umsjón með verkefninu fyrir hönd RMF.

 

Ferðaleiðir um fámenn svæði. Aðkoma og sýn heimafólks á uppbyggingu ferðamannaleiða 

Sléttuvegur ©Þórný Barðadóttir 2022Rannsókn á aðkomu og sýn heimamanna á uppbyggingu ferðamannaleiða í dreifbýli. Tilvik rannsóknar er Norðurstrandaleið en meginþungi rannsóknar mun hverfast um tvö dreifbýlustu svæði leiðarinnar, Vatnsnes og Melrakkasléttu.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is]

  

Akstursferðamennska og ferðamannaleiðir í dreifbýli

Sléttuvegur ©Þórný Barðadóttir 2022Rannsóknar á akstri ferðamanna um auglýstar ferðamannaleiðir í dreifbýli. Tilvik rannsóknar er Norðurstrandaleið sem er fyrsta markaðssetta ferðamannaleið landsins en rannsóknarsvæðin eru tvö dreifbýlissvæði leiðarinnar, Vatnsnes og Melrakkaslétta.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is]

 

Áhrif orkuvinnslu á upplifun ferðamanna á Blöndu- og Þjórsársvæðum

Spyrill RMF að störfum sumarið 2017 ©Auður H Ingólfsdóttir

Könnun á áhrifum orkuvinnslu og tengdra mannvirkja á upplifun ferðamanna sem fara um svæðin. Könnunarstaðir eru á virkjanasvæðum við Blöndu og Þjórsá. Könnunin er unnin fyrir Landsvirkjun sumarið 2024.

Umsjón: Íris H. Halldórsdóttir [irish @ rmf.is] og Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is]

 

WeLead: Leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu

Erasmus+ verkefni sem snéri að því að efla leiðtogahæfni kvenna í ferðaþjónustu og skapa starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar sem stuðlar að jafnræði, jöfnuði og bregst við þörfum samfélagsins.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is] og Vera Vilhjálmsdóttir [verav@rmf.is] hafa umsjón með verkefninu fyrir hönd RMF.

  

Sjálfbærni móttökusvæða skemmtiskipa á norðurslóðum: Frá starfsháttum til stýringar

Frá Ísafjarðarhöfn ©Ása Marta SveinsdóttirRannsókn á svæðisbundinni stjórnun og stýringu umferðar skemmtiferðaskipa á norðurslóðum þar sem leitað er bestu leiða með sjálfbærni að leiðarljósi. Þriggja ára fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni sem styrkt er af norska rannsóknaráðinu undir merkjum norsk-rússneska rannsóknasjóðsins.

Ása Marta Sveinsdóttir [asamarta@rmf.is], Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is] og Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is] fara með umsjón hluta RMF í verkefninu

 

Áhrif skemmtiskipaumferðar á náttúru, efnahag og menningu norðurslóða (ACT)

Frá Akureyrarhöfn © Þórný BarðadóttirAlþjóðlegt samstarfsverkefni um rannsóknir á áhrifum koma skemmtiferðaskipa á náttúru, efnahag og menningu heimsóknarsvæða.

Umsjón: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is], Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is] og Ása Marta Sveinsdóttir [asamarta@rmf.is] fara með umsjón íslensks verkhluta  

 

 

=========================================================

Verkefni sem er lokið

=============================================

 

 Áhrif framkvæmda við Hverahlíð II og Meitla á ferðaþjónustu og útivist

Rannsókn unnin fyrir Orkuveitu Reykjavíkur um möguleg áhrif framkvæmda við nýjar rannsóknar- og vinnsluholur á ferðaþjónustu og útivist á svæðinu.

 Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir [verav@rmf.is]

 

 

Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu 2023

© Eyrún Jenný Bjarnadóttir

Rannsókn á viðhorfum Íslendinga til ferðaþjónustu og ferðamanna á landsvísu og eftir einstökum landshlutum. Stutt viðbótarkönnun var gerð um viðhorf íbúa til skemmtiferðaskipa- og farþega á Akureyri, Ísafirði og Reykjavík.

Eyrún Jenný Bjarnadóttir hefur umsjón með verkefninu. 

 

 

Ábyrg eyjaferðaþjónusta

Frá Grímsey © Ása Marta Sveinsdóttir

Rannsóknaverkefni á ábyrgri eyjaferðaþjónustu í Grímsey og Hrísey þar sem áhersla er lögð á að leggja grunn að gerð sjálfbærrar áfangastaðaáætlunar fyrir eyjarnar tvær.

Ása Marta Sveinsdóttir fer með umsjón verkefnis [asamarta@rmf.is], ásamt Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur.

 

 

Rannsókn á ferðamennsku á Þeistareykjum

Sumarið 2023 vann RMF að rannsókn á ferðamennsku á Þeistareykjum að beiðni Landsvirkjunar. Markmiðið var tvíþætt: annars að afla gagna um viðhorf tiltekinna notendahópa til Þeistareykjasvæðisins nú þegar helstu virkjunar- og vegaframkvæmdum á svæðinu er lokið og hins vegar mæla umferð um svæðið.

Umsjón: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is] ásamt Rögnvaldi Ólafssyni og Sigríði Kristínu Jónasdóttur.

 

Er ferðaþjónusta málið? Greining á hlutverki Vegagerðarinnar í sjálfbærri uppbyggingu áfangastaða og ferðaleiða á Íslandi

© Eyrún Jenný Bjarnadóttir

Rannsókninni er ætlað að greina hlutverk Vegagerðarinnar þegar kemur að uppbyggingu áfangastaða og ferðaleiða á Íslandi. Auk þess  verður ákvarðanatakan og verkferlið við þróun nýrra ferðaleiða greind. 

Ása Marta Sveinsdóttir, Eyrún Jenný Bjarnadóttir og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir fara með umsjón verkefnisins. 

 

 

Skemmtiferðaskip við Reykjavíkurhöfn sumarið 2023

Skemmtiferðaskip við Reykjavík @Vera Vilhjálmsdóttir 2023Spurningakönnun meðal skemmtiskipa farþega í Reykjavík sumarið 2023. Verkefnið er unnið fyrir Faxaflóahafnir í nánu samstarfi við Ferðamálastofu.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Þórný Barðadóttir fóru með umsjón verkefnisins.

 

 

 

Áhrif Bolaölduvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist

 

Rannsókn unnin fyrir faghóp 2 Rammaáætlunar til að kortleggja og meta möguleg áhrif Bolaölduvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist á svæðinu. 

 

Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir.

 

 

T-CRISIS-NAV Leiðsögn lítilla og meðalstórra fyrirtækja í ferðaþjónustu í gegnum krísu

T-Crisis-NAV - logoErasmus + verkefni sem snýr að því að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu að sigla í gegnum krísu. 

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir leiðir verkefnið af hálfu RMF ásamt Íris H. Halldórsdóttur, sérfræðingi RMF

  

 

 

Áhrif Airbnb gestgjafa á samfélög á norðurslóðum

Nordregio ACP samstarfsverkefni sem miðar að því að rannsaka hvaða hlutverki Airbnb gestgjafar gegna í byggðaþróun sem og sjálfbærri þróun áfangastaða.

Umsjón: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir (gudrunthora@rmf.is) og Vera Vilhjálmsdóttir (verav@rmf.is)

 

 

 Skemmtiskipa ferðamennska í Grímsey: tækifæri til uppbyggingar?

Frá Grímsey © Julie Madsen

Rannsókn á eðli og áhrifum skemmtiskipa ferðamennsku í Grímsey þar sem  áhersla er lögð á að rýna í sjálfbærni þessarar tegundar
ferðamennsku í  tengslum við uppbyggingu Grímseyjar sem áfangastaðar ferðamanna. 

Ása Marta Sveinsdóttir fer með umsjón verkefnis [asamarta@rmf.is], ásamt  Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur og Þórnýju Barðadóttur.

 

 

Kortlagning helstu ferðaleiða: Líkanagerð um staðbundna neyslu skemmtiskipafarþega (MBT)

Farþegakönnun á Akureyri ©Þórný Barðadóttir

Verkefnið sneri annars vegar að samanburði á aðferðum við gagnaöflun og greiningu á fyrirliggjandi gögnum um heimsóknir skemmtiskipafarþega á landi og hins vegar að stofnun alþjóðlegs rannsóknarnets um ferðamálarannsóknir.
Með verkefnisstjórn íslensks hluta fara Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is], Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is] og Ása Marta Sveinsdóttir [asamarta@rmf.is]

 

Holtavörðuheiðarlína 1

Rannsókn sem unnin var fyrir Landsnet sem hluti af umhverfismati vegna fyrirhugaðrar lagningar á Holtavörðuheiðarlínu 1. Í rannsókninni var lögð áhersla á að kanna upplifun og viðhorf ferðamanna, útivistarfólks og ferðaþjónustuaðila til línunnar.

Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir (verav@rmf.is)

 

Gildi og nýting minjastaða

Rannsóknarverkefni unnið fyrir Minjastofnun Íslands og snýr að því að kanna hvernig heimamenn sjá og meta minjastaði í sínu nánasta umhverfi.

Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir (verav@rmf.is) 

  

Innlend ferðamennska á Norðurlöndunum

Í verkefninu er sjónum beint að þeirri þróun sem átti sér stað í innlendri ferðaþjónustu á Norðurlöndunum frá því að Covid-19 heimsfaraldurinn skall á og um leið kanna hver þróun innlendrar ferðamennsku gæti verið í framtíðinni.

Verkefnastjóri á Íslandi: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@rmf.is]

 

Viðhorfskönnun meðal ferðamanna á áfangastöðum Vörðu

Merki Vörðu - Merkisstaða Íslands

Verkefni unnið af RMF fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið um framkvæmd og útfærslu könnunar meðal ferðamanna á áfangastöðum Vörðu.

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@rmf.is]

 

Aðlögunarhæfni og seigla í ferðaþjónustu: Hvernig á að mæta áföllum? Hvernig unnt er að efla þrautseigju í greininni

Rannsóknarverkefni sem unnið er fyrir Ferðamálastofu og snýr að því að skoða áhrif Covid-19 heimsfaraldursins á ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi.

Umsjón: Íris H. Halldórsdóttir (irish@rmf.is)

  

 

OUTPACE: Poppmenning í ferðaþjónustu

Evrópskt samstarfsverkefni um áhrif og nýtingu poppmenningar í ferðaþjónustu. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á hvernig poppmenning getur stuðlað að nýsköpun og vöruþróun.

Verkefnisstjóri á Íslandi: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@gmail.com]

   

Vetraráfangastaðurinn Akureyri

Rannsókn á viðhorfum Akureyringa til vetraráfangastaðsins Akureyrar. Kannað er hvort vísbendingar séu til staðar um álag á íbúanna vegna ferðaþjónustunnar og hvaða áherslur þeir myndu vilja sjá í skipulagningu og stýringu vetrarferðaþjónustu á Akureyri.

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@rmf.is] og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

 

Gerð spurningakönnunar fyrir ferðamenn á áfangastöðum Vörðu

Merki Vörðu - Merkisstaða Íslands

Verkefni unnið af RMF fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um gerð spurningakönnunar meðal ferðamanna á áfangastöðum Vörðu - Merkisstaða Íslands.

Verkefnisstjórn: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir (gudrunthora@rmf.is) 

 

Tilfærsla Hringvegar um Mýrdal

Vegur um Mýrdal - Skjáskot af vef VegagerðarRannsókn unnin fyrir Vegagerðina í tengslum við tilfærslu Hringvegar um Mýrdal. Til rannsóknar er núvegandi nýting svæðisins til ferðamennsku og útivistar og mat á mögulegum áhrifum af innviðabreytingum.

Umsjón: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir (gudrunthora@rmf.is)

 

Kínverskir ferðamenn á Íslandi

Viðtalsrannsókn meðal ferðaþjónustuaðila um upplifun þeirra af að þjónusta og taka á móti kínverskum ferðamönnum sem koma til Íslands.
Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir [verav@rmf.is]

 

  

Viðhorf heimamanna á tímum COVID-19

Rannsókn á viðhorfum heimamanna til ferðafólks og ferðaþjónustu á tímum COVID-19. Rannsóknin fer fram á fjórum stöðum á Íslandi: 101 Reykjavík, Ísafirði, Skútustaðahreppi og Höfn í Hornafirði.

Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@rmf.is] hefur umsjón með verkefninu.

 

Kjör og aðstæður erlends vinnuafls í ferðaþjónustu

Á kaffihúsi. ©Íris Hrund HalldórsdóttirViðtalsrannsókn sem hafði það m.a. að markmiði að fá yfirsýn yfir hvað má betur fara í starfsumhverfi erlends starfsfólks í ferðaþjónustu.

Umsjón: Íris Hrund Halldórsdóttir, RMF [irish@unak.is] og Magnfríður Júlíusdóttir, HÍ.

 

 

Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu 2019

Fjölmiðlar og ferðaþjónusta - skjáskot Könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu haustið 2019.

 Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].

 

  

Ferðavenjur erlendra sumarferðamanna

Ferðavenjur erlendra sumarferðamanna 2019Staðbundnar kannanir á ferðavenjum og neyslu erlendra sumarferðamanna á einstökum svæðum hérlendis.  
Framhaldsverkefni.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is]

 

Markaðsrannsókn fyrir Markaðsstofu Norðurlands

Hvítserkur © Elísabet Ögn Jóhannsdóttir

Rannsókn sem unnin var fyrir Markaðsstofu Norðurlands á markaðssetningu Norðurlands og markhópum svæðisins. Samstarfsverkefni RMF og Háskólans á Hólum sem stutt var af Eyþingi og Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gegnum Sóknaráætlanir.

Verkefnisstjóri: Elísabet Ögn Jóhannsdóttir [elisabetogn@unak.is]

 

Farþegar skemmtiferðaskipa: kannanir 2019

Farþegakönnun 2019Kannanir á ferðahegðun, ákvörðunum og útgjöldum farþega skemmtiferðaskipa við Húsavíkur- og Siglufjarðarhafnir 2019.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny @unak.is] 

  

 

Viðhorf heimamanna ferðamanna og ferðaþjónustu: Kannanir í einstökum samfélögum

Samsett mynd - Viðhorf heimamanna

Viðhorf heimamanna til ferðamanna og ferðamennsku 2018. Egilsstaðir, Húsavík, Stykkishólmur og Reykjanesbær.

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].

   

 

Söguferðaþjónusta á Norðurlandi

Hvammstangi

Rannsókn á ferðavenjum og viðhorfi ferðamanna sem heimsækja söfn og setur á Norðurlandi.

Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir, RMF [verav@rmf.is]

 

 

Áhrif Suðurnesjalínu 2 á ferðaþjónustu og útivist

Verkefnið er hluti af umhverfismati Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2

Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir RMF [verav@hi.is] og Hjalti Jóhannesson RHA 

 

Farþegar skemmtiferðaskipa: Könnun 2018

Farþegakönnun 2018Könnun á ferðahegðun, ákvörðunum og útgjöldum farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn 2018.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]

 

 

Farþegar skemmtiferðaskipa: Forkönnun 2017

Skemmtiskipafarþegar: Forkönnun 2017Forkönnun meðal farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn, framkvæmd sumarið 2017.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]

 

  

Viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu 2017

Könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu 2017.
Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].

 

  

Viðhorf ferðamanna í flugi KEF-AK

Akureyrarflugvöllur. ©IsaviaKönnun á viðhorfum ferðamanna í beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar.

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb @hi.is].

  

 

Áhrif orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna

Krafla 2017. ©Auður H. IngólfsdóttirSumarið 2017 vann RMF spurningakönnun fyrir Landsvirkjun á áhrifum orkuvinnslu í Kröflu á upplifun ferðamanna.

Tengiliður: Auður H Ingólfsdóttir [audur@unak.is]

 

 

Skemmtiferðaskip: Móttaka og þjónusta í landi

Skemmtiferðaskip - móttaka og þjónusta í landi

Viðtalsrannsókn meðal hagsmunaaðila móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskipa á landi.

Umsjón: Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is]

 

 

Áhrif Svartárvirkjunar á ferðamennsku og útivist

Ullarfoss í Svartá. ©Gunnþóra ÓlafsdóttirHluti af mati á umhverfisáhrifum virkjunar í Svartá í Bárðardal í Þingeyjarsveit.

Umsjón: Dr. Gunnþóra Ólafsdóttir, RMF í samvinnu við Hjalta Jóhannesson, RHA og Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur RMF [gudrunthora @ unak.is].

 

Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu

Samsett mynd - Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustuTilviksrannsókn. Greining á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í byggðum landsins. Unnið með hliðsjón af alþjóðlegri forskrift ferðaþjónustureikninga.

Umsjón: Lilja B. Rögnvaldsdóttir [liljab@hi.is].

 

Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu
Stórikarl á Langanesi. ©Markaðsstofa Norðurlands

Greining markhópa á erlendum mörkuðum og þróun markhópalíkans fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem vistað er á vef Íslandsstofu.

Umsjón með hluta RMF: Dr. Edward Huijbens og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@unak.is].

 

Rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæði við Þeistareyki

Þeistareykir © LandsvirkjunSumarið 2017 vann RMF að rannsókn fyrir Landsvirkjun sem fólst í spurningakönnun og viðtalsrannsókn um ferðamál á virkjanavæði við Þeistareyki.

Tengiliður: Auður H Ingólfsdóttir [audur@unak.is]

 

Rannsóknir á ráðstefnumörkuðum

Norræna húsið ReykjavíkForrannsókn með það að markmiði að rýna í stöðuna á rannsóknum á ráðstefnumarkaðnum á Íslandi og erlendis.

Umsjón: Vera Vilhjálmsdóttir [verav@hi.is]

 

 

Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu

Sólarlag. ©Eyrún Jenný BjarnadóttirGreining á áhrifum hins hraða vaxtar ferðaþjónustunnar, samhliða lengra ferðamannatímabili, hefur á samfélag heimamanna, menningu og daglegt líf.

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir [ejb@hi.is] í samvinnu við Arnar Þór Jóhannesson RHA.

 

Talningar ferðamanna: dreifing eftir landssvæðum

 Seljalandsfoss. ©Rögnvaldur ÓlafssonVerkefni sem byggist á aðferðafræði við að meta fjölda ferðamanna á áfangastöðum með því að telja bifreiðar sem þangað koma.

Umsjón: Dr. Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir [gth85@hi.is].

 

Umfang og áhrif ferðaþjónustu í byggðum landsins

Samsett mynd - Umfang og áhrif ferðaþjónustuRannsókn á eftirspurnarhlið ferðaþjónustunnar og greiningu útgjalda og ferðahegðunar gesta til tiltekinna svæða landsins. 

Umsjón: Lilja B. Rögnvaldsdóttir [liljab @hi.is].

 

Viðhorf útivistarfólks og ferðamanna til virkjana á Henglinum

Hengill©Orkuveita Reykjavíkur. Ljósmyndari: Ragnar Th SigurðssonSumarið 2017 vann RMF spurningakönnun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á áhrifum orkuvinnslu á Hengilsvæðinu.

Tengiliður: Edward H Huijbens [edward@unak.is]

 

 

Yndisævintýri - SAINT

Skjáskot af vef Saint verkefnissinsSamvinnuverkefni 29 Evrópulanda þar sem leitast var við að þætta saman lífkerfi og fjölbreytilega þætti mannvistar; menningu, heilsu og vellíðan í gegnum ferðamennsku.

Verkefninu lauk í ársbyrjun 2018.