Starfsfólk
Forstöðumaður
- Nafn Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
- Starfsheiti 460 8930
- Netfang gudrunthora@rmf.is
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir á að baki tveggja áratuga reynslu af ferðamálum, er með meistaragráðu (M.B.A.) í stjórnun ferðaþjónustu frá University of Guelph, Ontario í Kanada auk meistaragráðu frá University of Oregon, USA í samanburðarbókmenntum.
Guðrún Þóra leiddi uppbyggingu ferðamáladeildar Háskólans á Hólum. Hún var deildarstjóri þar í 13 ár og síðar lektor við sömu deild. Þá sat hún í sex ár í Vísinda- og tækniráði og var um árabil fulltrúi Íslands í Norrænu Atlantshafsnefndinni (NORA).
Starfsstöð: Háskólinn á Akureyri (E-hús - 206).
- +354 8637715
- Netfang
- gudrunthora@rmf.is
Sérfræðingar
- Nafn Ása Marta Sveinsdóttir
- Starfsheiti 460-8933
- Netfang asamarta@rmf.is
Ása Marta hóf störf hjá RMF í febrúar 2021.
Ása Marta er verkefnaráðin til rannsókna á skemmtiskipaferðamennsku á norðurslóðum. Hún mun meðal annars vinna að tveimur fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Annað snýr að sjálfbærni móttökusvæða skemmtiskipa á norðurslóðum og hitt að rannsókn á áhrifum umferðar skemmtiferðaskipa á náttúru, efnahag og menningu samfélaga í norðri.
Ása er með M.Sc. gráðu í sjálfbærri þróun áfangastaða frá Uppsala háskóla í Svíþjóð og B.Sc. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands.
Starfsstöð: Háskólinn á Akureyri - Borgir rannsóknahús, 7. hæð.
- 460-8933
- asamarta@rmf.is
- Nafn Eyrún Jenný Bjarnadóttir
- Starfsheiti 460-8934
- Netfang ejb@rmf.is
Eyrún hóf störf hjá RMF vorið 2008 og hefur sinnt mörgum sérverkefnum bæði í innlendu og erlendu samstarfi, í fyrstu verkefnum tengdum ferðamönnum og ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum. Frá 2014 hafa rannsóknaráherslur Eyrúnar aðallega snúið að áhrifum ferðaþjónustu og ferðamanna á samfélag heimamanna. Auk þess hefur Eyrún unnið að skipulagi málstofa, ráðstefna og annarra viðburða á vegum RMF.
Eyrún er með meistaragráðu í samskiptafræðum með áherslu á framsetningu og miðlun upplýsinga frá Háskólanum í Álaborg, B.A.-gráðu í Humanistisk Informatik frá sama skóla og B.Sc. gráðu í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
Starfsstöð: Tæknigarður (207), Dunhaga 5, 107 Reykjavík
- Netfang:
- ejb@rmf.is
- Nafn Íris Hrund Halldórsdóttir
- Starfsheiti 525 5443
- Netfang irish@rmf.is
Íris hefur starfað hjá RMF síðan í mars 2018.
Helstu rannsóknaráherslur Írisar hafa tengst seiglu ferðaþjónustufyrirtækja og störfum og starfsfólki í ferðaþjónustu.
Íris er doktorsnemi í landfræði við Háskóla Íslands og er með MS gráðu í ferðamálafræðum frá Háskóla Íslands og B.S. próf í Rekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands. Íris hefur hefur einnig starfað sem aðjúnkt við námsbraut í Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
Starfsstöð: Tæknigarður (207), Dunhaga 5, 107 Reykjavík
- 525 5443
- irish@rmf.is
- Nafn Vera Vilhjálmsdóttir
- Starfsheiti 460 8936
- Netfang verav@rmf.is
Vera tók við stöðu sérfræðings hjá RMF um miðjan mars árið 2018.
Hún hefur sinnt mörgum og fjölbreyttum sérverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Þar á meðal má nefna rannsóknir tengdar menningartengdri ferðaþjónustu, áhrifum háspennulína á ferðaþjónustu og útivist, ferðavenjum erlendra ferðamanna og ráðstefnumörkuðum.
Vera er með meistaragráðu í menningararfsstjórnun, með áherslu á menningarmiðlun, frá Háskólanum í Árósum og B.Sc.-gráðu í mannfræði frá sama skóla.
Starfsstöð: Tæknigarður (207), Dunhaga 5, 107 Reykjavík
- 460 8936
- verav@rmf.is
- Nafn Þórný Barðadóttir
- Starfsheiti 460-8932
- Netfang thorny@rmf.is
Þórný Barðadóttir hóf störf á RMF haustið 2015, í fyrstu sem verkefnisstjóri en snemma árs 2016 tók hún stöðu sérfræðings við miðstöðina.
Helstu rannsóknaáherslur Þórnýjar hafa tengst móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskip hérlendis – þá bæði ferðaþjónustu á landi, ferðahegðun og atferli skipafarþega í heimsóknum sem og verkferlum og ákvarðanatökum hagaðila í tengslum við skipakomur.
Þórný er doktorsnemi í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands. Hún er með MA gráðu í rannsóknatengdum félagsvísindum og BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri.
Starfsstöð: Háskólinn á Akureyri - Borgir rannsóknahús, 7. hæð.
- s: 460 8932
- thorny@rmf.is
Vísindafélagar
- Nafn Andreas Walmsley
- Starfsheiti
- Netfang awalmsley@marjon.ac.uk
Andreas er dósent í frumkvöðlafræðum við International Centre for Transformational Entrepreneurship sem er innan háskólans í Coventry. Þar hóf hann störf í september 2019. Rannsóknaáhugi hans liggur víða og þá helst tengt frumkvöðulshætti, sérstaklega frumkvöðlamenntun, sem og rannsóknum tengdum atvinnu innan ferðaþjónustunnar. Andreas hefur gefið út tvær bækur 'Youth Employment in Tourism and Hospitality: A Critical Review' (2015) og 'Entrepreneurship in Tourism' (2019). Andreas er á meðal ritstjóra bókar um atvinnu í ferðaþjónustu á norðlægum slóðum og ber heitið; 'Tourism Employment in Nordic Countries: Trends, practice and opportunities' sem gefin er út af Palgrave Macmillan og áætlað er að komi út árið 2020.
Hann var einn af stofnmeðlimum rannsóknarhóps um vinnuaflið í ferðaþjónustu sem komið var á kopp 2017 af RMF. Tilgangur rannsóknarhópsins er að skoða málefni vinnuaflsins í ferðaþjónustu á norðlægum slóðum.
Frá og með október 2018 er Andreas í rannsóknarsamstarfi við RMF og leiðir rannsóknarhópinn með Írisi Hrund Halldórsdóttur sérfræðingi hjá RMF.
Staðsetning: Háskólinn í Coventry
Netfang: awalmsley@marjon.ac.uk
Dr. Desiderio Juan García-Almeida er prófessor í stjórnun við hagfræði- viðskipta og ferðamálafræðideildar við háskólann í Las Palmas á Kanaríeyjum. Hann lauk doktorsverkefni þar sem umfjöllunarefnið var þekkingarmiðlun innan hótelkeðja. Einnig er hann með tvær bakkalárgráður, aðra í hagfræði og stjórnun, og hina í þýðingarfræðum. Einnig er hann með meistaragráðu í stjórnun og skipulagningu ferðamála.
Rannsóknaráhugi hans beinist að þekkingarstjórnun og nýsköpun, stjórnunarhæfni, innflytjendum, frumkvöðlastarfi, fjölskyldufyrirtækjum og stjórnun innan ferðaþjónustu. Hann hefur birt nokkrar greinar í fræðitímaritum eins og Journal Service Industries, Family Business Review, Tourism Management, Journal of Small Business & Enterprise Development, Journal of Human Resources in Hospitality & Tourism, International Journal of Hospitality og Tourism Administration.
Desiderio kennir fjölbreytt námskeið t.a.m. stjórnunarhæfni, stefnumótandi stjórnun, samkeppnishæfni og stýringu áfangastaða, og þjónustustjórnun innan ferðaþjónustunnar. Hann er gestaprófessor við ferðamáladeild München-háskóla í Apphied Sciences og er í samvinnu við Háskóla Íslands.
Netfang: dj.garcia@ulpgc.es
Georgette Leah Burns er dósent við umhverfis- og vísindasvið Griffith háskólans í Ástralíu auk þess að vera staðgengill forstöðumanns stofnunarinnar Center for Planetary Health and Food Security. Með bakgrunn í umhverfismannfræði beinast verk Leah að samskiptum manns og náttúru, þá sérstaklega í tengslum við ferðaþjónustu. Viðfangsefni rannsókna Leah hafa meðal annars beinst að sjálfbærri byggðaþróun, siðferðislegum álitamálum við stýringu ferðaþjónustu með tilliti til dýra og náttúru og upplifun gesta á náttúru- og verndarsvæðum.
Leah er stofnmeðlimur Wildlife Tourism Australia samtakanna. Þá er hún meðritstjóri tímaritsins Engaging with Animals: Interpretations of a Shared Existence (Sydney University Press, 2014), auk þess að vera höfundur/meðhöfundur ríflega 60 bókakafla og greina í fagtímaritum.
Leah bjó og starfaði á Íslandi (við Selasetur Íslands og Háskólann á Hólum) í þrjú ár og kemur enn að rannsóknum hér á landi.
Leah brennur fyrir þekkingarleit og skilningi á samskiptum manna og dýra sem leiði af sér réttlátari samvist manna og dýra til framtíðar.