Rannsóknadagur RMF

Frá RMF-degi 2022Rannsóknadagur RMF er tileinkaður doktorsrannsóknum í ferðamálum á Íslandi. Rannsóknadagurinn er samráðsvettvangur doktorsnema, leiðbeinenda þeirra og sérfræðinga sem er ætlað að stuðla að uppbyggjandi og málefnalegri umræðu um íslenskar ferðamálarannsóknir. Rannsóknadagurinn er hugsaður sem stuðningur við doktorsnema og er tækifæri fyrir þá til þess að ræða um ýmsar hliðar rannsóknaverkefna sinna við leiðbeinendur, sérfræðinga og aðra doktorsnema í lokuðum og faglegum hópi. 

Rannsóknadagurinn var fyrst haldinn árið 2012 og hefur viðburðurinn síðan verið skipulagður með tilliti til ýmissa utanaðkomandi þátta, þá ekki síst fjölda doktorsnema hverju sinni.

 

Rannsóknadagar

  • 2023 í Hvammsvík (17. maí)
  • 2022 í Skíðaskálanum, Hveradölum (25. maí)
  • 2021 á Hólum/rafrænt (20-21. september) - doktorsnemanámskeið í tengslum við ráðstefnuna 29th Nordic Symposium in Tourism and Hospitality Research (i samstarfi við Háskólann á Hólum)
  • 2021 í Kríunesi, Kópavogi (12. maí)
  • 2017 í Viðey, Reykjavík (17. maí)
  • 2015 í Gunnarsholti (30. september - 1. október) - námskeið fyrir doktorsnema í tengslum við ráðstefnuna 24th Nordic Symposium in Tourism and Hospitality Research (í samstarfi við Háskóla Íslands)
  • 2014 á Hvanneyri í Borgarfirði (6. - 7. nóvember)
  • 2014 á Hólum í Hjaltadal (4. - 6. júní)
  • 2013 á Húsavík (10. - 11. október)
  • 2012 á Höfn í Hornafirði (19. - 21. september)

 Nánari upplýsingar veitir Ása Marta Sveinsdóttir, sérfræðingur á RMF [asamarta@rmf.is]

 

Rannsóknadagur 2023Frá rannsóknadeginum 2017