Áhrif framkvæmda við Hverahlíð II og Meitla á ferðaþjónustu og útivist
Rannsókn á ferðaþjónustu- og útivistarnotkun í Hverahlíð II og Meitlum í tengslum við umhverfismat á framkvæmd nýrra rannsóknar- og vinnsluhola á svæðinu. Verkkaupi var Orkuveit Reykjavíkur, RMF stýrði verkefninu en Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri kom inn í þann hluta sem snýr að útivist (RHA).
Rannsóknin fólst í að kortleggja hvernig svæðið er nýtt af ferðaþjónustu- og útivistaraðilum og meta möguleg áhrif framkvæmda á notkunina. Gagnaöflun rannsóknarinnar byggðist bæði á greiningu á fyrirliggjandi gögnum ásamt öflun frumgagna sem fólst í því að taka viðtöl við hagaðila innan ferðaþjónustu og útivistar. Viðmælendur voru m.a. ferðaþjónustuaðilar sem eiga hagsmuna að gæta á áhrifasvæðinu, fulltrúar úr stoðkerfi ferðaþjónustunnar, ásamt einstaklingum og forsvarsmönnum hópa eða félaga sem nýta svæðið til útivistar.
Verkefnið hófst í desember 2023 og lauk í mars 2024.
Verkefnastjórar f.h. RMF voru Vera Vilhjálmsdóttir [verav@rmf.is] og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is] en auk þeirra kom Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur RHA, að útivistarhluta verkefnisins.