Áhrif orkuvinnslu á upplifun ferðamanna á Blöndu- og Þjórsársvæðum
Rannsókn á áhrifum orkuvinnslu á upplifun ferðamanna á Blöndu- og Þjórsársvæðum, unnin fyrir Landsvirkjun.
Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif virkjana og tengdra mannvirkja á upplifun þeirra sem ferðast um svæðin. Gagnasöfnun fór fram með spurningakönnun meðal ferðamanna á völdum stöðum Blöndu- og Þjórsársvæða.
Niðurstöður könnunarinnar voru bornar saman við niðurstöður fyrri nýlegra kannana á virkjanasvæðum hérlendis. Má þar nefna kannanir sem unnar voru af RMF sumarið 2017 við Kröflu, á Þeistareykjum og á Hengli. Einnig voru niðurstöður skoðaðar í samanburði við könnun sem unnin var fyrir Landsvirkun á Blöndusvæði 2016. Niðurstöður kannana frá 2015 sem gerðar voru á sjö stöðum til umfjöllunar í rammaáætlun III voru einnig hafðar til hliðsjónar.
Verkefninu lauk með skilum á tveimur skýrslum í árslok 2024.
Umsjón með verkefninu höfðu Þórný Barðadóttir [thorny @ rmf.is] og Íris Hrund Halldórsdóttir.