Áhrif AirBnb gestgjafa á samfélög á norðurslóðum

Fjöldi þeirra sem leigja út húsnæði í gegnum Airbnb á dreifbýlis- og jaðarsvæðum hefur færst í aukana á undanförnum áratug. Þjónustan sem Airbnb gestgjafar veita hefur laðað að ferðamenn og skapað nýjar tekjulindir og tækifæri til frumkvöðlastarfsemi á svæðunum, en ferðaþjónusta í kringum AirBnb getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á nærsamfélögin.

Verkefnið var norrænt samstarfsverkefni, styrkt af ACP (Nordic Arctic Co-operation Program) sjóð Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmið þess var að rannsaka umfang og eðli starfsemi Airbnb á þremur norrænum dreifbýlissvæðum; Norðurlandi (Ísland), Norður-Jótlandi (Danmörk) og Nordland Noregur). Verkefnið hlaut styrk til tveggja ára (2021-2023).

Verkefninu lauk með skýrslu með helstu niðurstöðum verkefnisins haustið 2023, en skýrsluna má nálgast í heild sinni HÉR.

Vorið 2024 koma einnig út stutt samantektarskýrsla á íslensku með helstu niðurstöðum verkefnisins með sérstakri áherslu á niðurstöður frá Norðurlandi sem má nálgast HÉR.

Aðrar útgáfur með niðurstöðum verkefnisins:

  1. Professionalisation and performance of Airbnb hosts in rural regions í International Journal of Hospitality Management (janúar 2024), hægt er að nálgast umfjöllun um niðurstöður þessarar greinar á Forskning.no (á norsku).
  2. Bókarkaflinn Airbnb Hosts and Their Contribution to Sustainability Through Entrepreneurship and Consumption: Research Gaps and an Exploratory Study in Nordic Tourist Destinations í bókinni Tourism Entrepreneurship: Knowledge and Challenges for a Sustainable Future sem kom út í ágúst 2024. Umfjöllunarefni bókarinnar hverfist um frumkvöðlastarf og tengsl þess við sjálfbæra þróun ferðaþjónustu, merkingu þess og birtingarmyndir.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF, var verkefnisstjóri íslenska hluta verkefnisins en auk hennar vann Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, að verkefninu.