Gerð spurningakönnunar fyrir ferðamenn á áfangastöðum Vörðu
Verkefni unnið af RMF fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um gerð spurningakönnunar fyrir viðhorfskannanir meðal ferðamanna á áfangastöðum Vörðu - Merkisstaða Íslands.
Gert er ráð fyrir rafrænum spurningalista sem lagður verði fyrir gesti Vörðustaða.
Spurningalistinn verður hannaður í samstarfi við forsvarsmenn þeirra fjögurra áfangastaða sem eru hluti fyrsta hluta Vörðuverkefnisins. Það eru Jökulsárlón, Gullfoss, Geysir og Þingvellir.
Áætluð verklok eru 30. september 2021
Verkefnisstjórn: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is]