Holtavörðuheiðarlína 1
Rannsókn sem unnin var á áhrifum Holtavörðuheiðarlínu 1 á ferðaþjónustu og útivist fyrir mat á umhverfisáhrifum línunnar. Áhrifasvæði fyrirhugaðrar nýrra línu liggur frá Klafastaða í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði, alls um 90km löng leið.
Í rannsókninni var lögð áhersla á að meta upplifun ferðamanna sem heimsækja svæðið og núverandi nýting svæðisins til útivistar og ferðamennsku. Rannsóknin byggði á viðtölum við ferðamenn, útivistarfólk og ferðaþjónustuaðila sem nýta sér eða starfa innan áhrifasvæðis framkvæmdanna, ásamt greiningu á fyrirliggjandi gögnum.
Verkefnið var unnið fyrir Landsnet. Verklok voru desember 2022 og skýrsla með helstu niðurstöðum mun koma út snemma árs 2023.
Rannsókninni var stýrt af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) en RMF kom inn í þann hluta verkefnisins sem snéri að ferðamönnum og ferðaþjónustu á svæðinu.
Verkefnastjórar f.h. RMF voru Vera Vilhjálmsdóttir (verav@rmf.is) og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir (gudrunthora@rmf.is)