Landamærakönnun á Akureyrarflugvelli
Verkefnið felst í því að leggja landamærakönnun fyrir erlenda ferðamenn í brottfararsal Akureyrarflugvallar. Könnunin er lögð fyrir farþega í beinu millilandaflugi frá Akureyri til Bretlandseyja, Hollands og Sviss á tímabilinu nóvember 2024 til mars 2025.
Markmið könnunarinnar er að safna upplýsingum um ferðamenn sem hafa heimsótt Norður- og Austurland, hvernig þeir skipuleggja ferðir sínar, hvaða staði þeir heimsækja og hvort beint millilandaflug frá Akureyri hafi áhrif á ferðavenjur þeirra.
Verkefnið er unnið fyrir Isavia í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú.
Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir