Lýðvísindi í hvalaskoðunarferðum: leið til aukinnar sjálfbærni og samkeppnishæfni?
Rannsóknamiðstöð ferðamála hlaut styrk úr Vísindasjóð Háskólans á Akureyri til þess að vinna að verkefni sem snýr að samstarfi ferðaþjónustunnar og fræðimanna.
Lýðvísindi (e. citizen science) er í auknum mæli viðurkennd aðferð í rannsóknum á hvalastofnum og verndun sjávar og hvalaskoðunar ferðaþjónusta hefur þar víða haft mikilvægu hlutverki að gegna. Þekkingu á aðferðum og árangri samstarfi ferðaþjónustunnar og vísindafólks skortir hins vegar mjög hér á landi. Þessi rannsókn miðar því að því að greina þátttöku hvalaskoðunarfyrirtækja og viðskiptavina þeirra í vísindarannsóknum á hvölum og leggja mat á það hvort áhersla á lýðvísindi ýtir undir sjálfbærni og aukinna samkeppnishæfni fyrirtækjanna.
Markmið rannsóknarinnar er að kanna samspil hvalaskoðunar og hvalarannsókna og hvernig hvalaskoðunarferðir geta stuðlað að verndun hvalastofna og þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu. Skoðað verður hvort og hvernig ferðaþjónusta og fræðasamfélagið vinnur saman á gagnkvæman hátt til að stuðla að aukinni þekkingu, sjálfbærni og verndun náttúruauðlinda. Áhersla verður á hvalaskoðunarfyrirtæki sem stunda ábyrga hvalaskoðun og styðja við og taka þátt í rannsóknum á hvölum.
Verkefnisstjóri er Ása Marta Sveinsdóttir [asamarta@rmf.is]