Rannsóknanet um akstursferðamennsku í dreifbýli (RDTRN)
Rannsóknanet um akstursferðamennsku í dreifbýli (Rural Drive Tourism Research Network - RDTRN) er alþjóðlegt tengslanet fræðafólks sem sinnir rannsóknum á akstursferðamennsku, dreifbýlisferðamennsku og áhrifum auglýstra ferðamannaleiðir sem fara um dreifbýl svæði.
Markmið RDTRN er að koma á og fylgja eftir tengslum milli fræðafólks sem þegar vinna að slíkum rannsóknum og þeirra sem áhuga hafa á þessum hluta ferðaþjónustunnar.
RDTRN rannsóknanetið er hýst af RMF en á sér jafnframt heimahöfn í árlegri ráðstefnu, Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research - NS. Rannsóknanetið var stofnað haustið 2024 í kjölfar málstofu um akstursferðamennsku í dreifbýli sem sérfræðingar RMF stýrðu á 32. NS-ráðstefnunni sem haldin var í Stavanger í Noregi. Á málstofunni voru haldin erindi sem tóku til akstursferðamennsku í dreifbýli á Íslandi, á Norðurlöndunum, í Suður-Evrópu og Asíu.
Dæmi um áherslusvið rannsóknanetsins eru (ekki tæmandi listi):
- Ferðaþjónusta í dreifbýli
- Ferðamannaleiðir í dreifbýli
- Vegir og ferðaþjónusta í dreifbýli
- Samnýting þjóðvega í dreifbýli
- Ferðaþjónusta sem drifkraftur í dreifbýli
- Gistibílar í dreifbýli
- Ástand vegakerfis dreifbýli
- Innviðir og ferðaþjónusta í dreifbýli
Á vegum rannsóknanetsins verður haldin málstofa um innviði og akstursferðamennsku á NS-33 ráðstefnunni sem fram fer á Bornholm í Danmörku haustið 2025.
Frekari upplýsingar veita Þórný Barðadóttir (thorny @ rmf.is) og Eyrún Jenný Bjarnadóttir (ejb @ rmf.is), sérfræðingar RMF.