RethinkBlue: samstarfsnet um bláa hagkerfið
Rannsóknamiðstöð ferðamála tekur þátt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfsneti er ber heitið Endurskoðun Bláa Hagkerfisins: félags- og vistfræðileg áhrif og tækifæri (Rethinking the Blue Economy:Socio-Ecological Impacts and Opportunities) og tilheyrir COST (European Cooperation in Science & Technology).
Markmið samstarfsnetsins er að meta áhrif og tækifæri sem skapast með bláa hagkerfinu, með áherslu á sjálfbærni.
RMF er partur af vinnuhópi þrjú, Hafnarborgir og strandbyggðir.
Heimasíða verkefnisins: https://rethinkblue.eu/