Samfélagsleg áhrif millilandaflugs frá Akureyri

Könnun meðal íbúa um samfélagsleg áhrif beins millilandaflugs frá Akureyri. 

Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um hvernig íbúar upplifa áhrif millilandaflugs á svæðið, hvort það hafi áhrif á þeirra eigin ferðavenjur og hvernig þeir meta ávinninginn af beinu flugi frá Akureyri.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú.

Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri stýrir verkefninu en RMF hefur umsjón með gagnaöflun. 

Umsjón: Eyrún Jenný Bjarnadóttir