Skemmtiferðaskip við Reykjavíkurhöfn: Könnun meðal farþega sumarið 2023
Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa í Reykjavík sumarið 2023. Könnunin var unnin fyrir Faxaflóahafnir að frumkvæði Ferðamálastofu með það að markmiði að auka þekkingu á ferðahegðun og útgjöldum farþeganna.
Forsenda könnunarinnar var mikill vöxtur í komum skemmtiferðaskipa á síðustu árum sem er þróun sem spár gera ráð fyrir að haldist áfram næstu ár.
Hér á landi sem annars staðar á norðurslóðum hefur aukning í komum mest skýrst af viðkomum skipa á hringferðum um norðurslóðasvæðið en skip sem fara slíkar siglingar hafa á allra síðustu árum orðið sífellt fleiri og stærri.
Hnattræn lega og þjónustugeta hafnarinnar gera hana að ákjósanlegum viðkomustað norðurslóðasiglinga. Góðar flugtengingar hafa jafnframt skilað aukningu í því að skip hefji og/eða endi hringsiglingar hér á landi. Það þýðir að æ fleiri farþegar ferðast til og/eða frá landinu með flugi í tengslum við siglingu.
Niðurstöður könnunarinnar sýna að farþegar eru mjög ánægðir með Reykjavík sem heimsóknarstað og nýta þeir vel ýmsa þá afþreyingu og þjónustu sem þar er í boði. Könnunin sýndi einnig að mikill munur er á útgjöldum almennra skipafarþega og farþega sem koma til landsins og/eða fara frá landinu með flugi, enda hafa skiptifarþegar oft viðdvöl fyrir og/eða eftir siglingu og ferðast um líkt og aðrir landferðamenn.
Niðurstöðuskýrslu könnunar má mjá hér.
Verkefnastjórar: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is] og Þórný Barðadóttir [thorny@rmf.is].