Tilfærsla Hringvegar um Mýrdal
Rannsókn á áhrifum fyrirhugaðrar tilfærslu Hringvegar um Mýrdal á Suðurlandi. Til rannsóknar er upplifun ferðamanna sem heimsækja svæðið, núverandi nýting á svæðinu til útivistar og ferðamennsku auk þess sem lagt verður mat á mögulegum áhrifum af innviðabreytingum við tilfærslu vegarins.
Rannsóknin er framkvæmd með greiningu á fyrirliggjandi gögnum annars vegar og hins vegar með viðtölum við ferðaþjónustuaðila, fulltrúa stoðkerfa ferðaþjónustunnar, forsvarsmenn útivistarfólks og ferðamenn á svæðinu, innlenda sem erlenda.
Verkefnið var unnið fyrir Vegagerðina, stýrt af RMF en unnin af rannsóknarteymi frá RMF, Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.
Niðurstöður rannsóknar voru birtar í niðurstöðuskýrslu sem lesa má hér.
Ábyrgðarmaður: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir [gudrunthora@rmf.is].