UPLIFT: Tækifæri í bókmennta- og kvikmyndaferðaþjónustu leyst úr læðing

RMF er þátttakandi í evrópska samstarfsverkefninu ‚Unlocking the potential of immersive literary and film tourism in Europe‘ (UPLIFT) en verkefnið hlaut styrk frá evrópsku styrkjaáætluninni Erasmus+ til tveggja ára (2024-2026). RMF leiðir verkefnið fyrir hönd Háskólans á Akureyri en aðrir samstarfsaðilar koma frá fimm fyrirtækjum og menntastofnunum í Írlandi, Danmörku, Litháen og Slóveníu.

Markmið verkefnisins er að leggja áherslu á stafræna lausnir og nýsköpun innan bókmennta- og kvikmyndaferðaþjónustu í Evrópu og auka færni ferðaþjónustuaðila sem vilja nýta sér tækninýjungar á borð við VR/AR/AI í sínu starfi. Í því skyni munu samstarfsaðilar UPLIFT útbúa kennsluefni og halda vinnustofur. Með því vill UPLIFT brúa bilið milli fræðilegrar þekkingar og notkunar þegar kemur að nýtingu sýndarveruleika, gervigreindar og viðbótarveruleika innan bókmennta- og kvikmyndaferðaþjónustu.

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður og Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur eru verkefnastjórar fyrir hönd RMF.