Airbnb starfsemi í dreifbýli

Í dag kom út ný skýrsla RMF með stuttri samantekt úr rannsóknaverkefni sem styrkt var af samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni norðurslóða (e. Nordic Arctic Co-operation Program).

Verkefnið hlaut styrk til tveggja ára og því lauk haustið 2023. Samstarfsaðilar verkefnisins voru Universitetet i Sørøst-Norge (e. University of South-Eastern Norway) sem leiddi verkefnið, Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og Syddansk Universitet (e. University of Southern Denmark).

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að draga upp mynd af umfangi og eðli Airbnb starfsemi í dreifbýli á norðurslóðum. Í samantektarskýrslunni sem út var að koma er farið yfir helstu niðurstöður verkefnisins með sérstakri áherslu á niðurstöðurnar frá Íslandi en Norðurland var eitt af þremur rannsóknarsvæðum verkefnisins ásamt Norður-Jótlandi í Danmörku og Nordland í Noregi.

Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni HÉR.