Bók um atvinnu í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum komin út
21.04.2020
Bókin Tourism Employment in Nordic Countries: Trends, Practices, and Opportunities er komin út í rafrænu formi. Bókinni er ætlað að veita innsýn í aðkallandi mál er varða atvinnu í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum.
Í bókinni má á meðal annarra, finna nokkra kafla úr íslensku umhverfi. Ritstjórar bókarinnar eru Andreas Walmsley, Kajsa Åberg, Petra Blinnikka og Gunnar Þór Jóhannesson. Þau eru öll í rannsóknarhópi RMF um vinnuafl í ferðaþjónustu. Bókin mun svo koma út á pappírsformi seinna á þessu ári.
Bókina má finna á heimasíðu útgefanda Palgrave.com.