Farþegar skemmtiferðaskipa: ákvarðanir og útgjaldamynstur
18.12.2019
Tekjur heimsóknasvæða skemmtiferðaskipa ráðast mest af þeirri afþreyingu sem skipin beina farþega sínum í.
Þátttaka farþega í skipulagðri afþreyingu er mikil en kaup á afþreyingu fara að langmestu leyti fram í gegnum skipafélögin. Þá eru skipin og skipafélög lang veigamesta upplýsingaveita farþega um viðkomustaði.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni samantekt RMF á niðurstöðum kannana sem gerðar voru meðal farþega skemmtiferðaskipa á Húsavík og á Siglufirði sumarið 2019.
Í samantektinni eru niðurstöðurnar bornar saman við niðurstöður sambærilegrar farþegakönnunar RMF sem gerð var á Akureyri sumarið 2018.
Samantektina má lesa hér.