Ferðamenn á söfnum, setrum og sýningum á Norðurlandi
Í gær stóð Markaðsstofa Norðurlands fyrir ráðstefnu um tækifæri í sögutengdri ferðaþjónustu á Hótel KEA á Akureyri. Á ráðstefnunni kynnti Vera Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur hjá RMF, niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknamiðstöð ferðamála framkvæmdi meðal ferðamanna á söfnum, setrum og sýningum sumarið 2019. Rannsóknin var unnin að beiðni Markaðsstofu Norðurlands.
Skýrslu með helstu niðurstöðum má nálgast í heild sinni hér:
Söguferðaþjónusta á Norðurlandi. Könnun meðal ferðamanna á söfnum, setrum og sýningum.
Spurningalisti á ensku og íslensku var lagður fyrir ferðamenn sem heimsóttu fjórtán söfn, setur og sýningar á Norðurlandi yfir átta vikna tímabil í sumar. Meðal þess sem var kannað var samsetning ferðamanna inn á söfnin, hvar þeir fengu upplýsingar um söfnin, hver helsta ástæðan fyrir heimsókninni væri og hvernig þeir upplifðu heimsóknina.
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að ferðamenn eru ánægðir með upplifunina sem þeir fá á söfnunum, en 96% ferðamanna sögðust ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknina. Þeir eru einnig líklegir til að vilja mæla með staðnum við fjölskyldu, vini og kunningja. Niðurstöðurnar sýna þar að auki að ferðabækur og bæklingar eru þær upplýsingaveitur sem erlendir ferðamenn nota mest til að sækja sér upplýsingar og meirihluti erlendra ferðamanna tekur ákvörðun um að heimsækja söfnin eftir að þeir koma til landsins.
Frétt Markaðsstofu Norðurlands um ráðstefnuna:
Söfn á Norðurlandi koma vel út í nýrri rannsókn
Hægt er að horfa á upptöku frá ráðstefnunni hér: