Heimsókn frá Grikklandi
01.07.2024
Í síðustu viku fékk RMF góða heimsókn þegar Dr Eleni Papadopoulou, prófessor við Aristotle háskólann í Grikklandi hafði hér viðdvöl.
Á meðan á heimsókninni stóð átti Dr Eleni góða fundi með starfsfólki RMF, fulltrúum Háskólans á Akureyri auk ýmissa hagaðila í íslenskri ferðaþjónustu. Dr Eleni tók jafnframt þátt í framkvæmd spurningakönnunar sem RMF stendur fyrir meðal ferðamanna á Melrakkasléttu og á Vatnsnesi í sumar.
RMF þakkar Dr Eleni heimsóknina!