Námskeiðsvika um ábyrga ferðaþjónustu
28.02.2024
Dagana 18-22 mars standa tíu Norrænir háskólar og rannsóknastofnanir fyrir námskeiði á netinu um ábyrga ferðaþjónustu.
Á námskeiðinu verða kynnt sérstök þemu með framsöguræðum, fyrirlestrum, umræðum og vinnustofum.
Markmið námskeiðsins er að ná fram Norrænni nálgun á ábyrga ferðaþjónustu þar sem þátttakendur deili reynslu sinni og vangaveltum um efnið í vinnustofum og umræðum.
Námskeiðið fer fram á ensku og verður haldið á Zoom.
Áhugasöm eru hvött til að skoða dagskrána, sem er aðgengileg hér, enda þarf ekki að skuldbinda sig til þátttöku alla vikuna heldur er hægt að velja úr og taka þátt í því sem vekur áhuga.