Ný bók um asíska ferðamenn á norðurslóðum
11.01.2022
Bókin Asian Mobilities Consumption in a Changing Arctic kom út á dögunum, bæði á rafrænu formi og prenti. Bókin skiptist í fimm hluta og skoðar hinn vaxandi asíska ferðaþjónustumarkað og neyslu asískra ferðamanna á áfangastöðum á norðurslóðum frá ýmsum sjónarhornum.
Ritstjóri bókarinnar er Young-Sook Lee frá UiT The Arctic University í Noregi. Framlag RMF til bókarinnar er bókarkafli um móttöku kínverskra ferðamanna á Íslandi frá sjónarhóli íslenskra ferðaþjónustuaðila.
Hægt er að nálgast bókina á heimasíðu útgefanda: Routledge