Ný skýrsla um ábyrga eyjaferðaþjónustu komin út
Ný skýrsla RMF og Háskólans á Hólumsem ber heitið Ábyrg eyjaferðaþjónustu: sjálfbær uppbygging á ferðaþjónustu í Grímsey og Hrísey var að koma út.
Í skýrslunni er farið yfir helstu niðurstöður úr viðamikilli rannsókn á ferðaþjónustu í eyjunum tveimur þar sem ganga var aflað með vettvangsferðum, rýnihópaviðtölum, spurningakönnunum meðal íbúa og ferðamanna, ásamt því að framkvæmd var GPS-rakning meðal ferðamanna. Gögnum var safnað á tímabilinu 2022-2023.
Niðurstöður sýna að margt í eðli ferðamennsku og ferðaþjónustu í eyjunum tveimur er áþekkt og áhrifin svipuð, en margt er einnig afar ólíkt sem tengist meðal annars mismunandi aðgengi að eyjunum. Á báðum stöðum er vilji fyrir frekari markaðssetningu til bæði innlendra og erlendra ferðamanna og meirihluti íbúa telur ferðamenn almennt ganga vel um, virða náttúruna og hafa jákvæð áhrif á samfélögin.
Skýrsluna má nálgast í heild sinni HÉR.
Byggðarannsóknasjóður og Vísindasjóður HA styrktu rannsóknina.