Nýtt kennsluefni We Lead komið út!
30.06.2024
Á dögunum kom út nýtt kennsluefni en fræðsluefnið er hluti af evrópska samstarfsverkefninu We Lead sem RMF er aðili að.
Kennsluefnið samanstendur af:
- Námskeiði með 6 kennslupökkum
- Kennsluleiðbeiningar
- Ásamt því að nýta ýmsar margmiðlunarleiðir til að auðga efnið enn frekar
Hægt er að nálgast allt kennsluefnið á heimasíðu verkefnisins HÉR.
Efnið er opið öllum og kemur út á ensku, spænsku og íslensku.
Þörfin sem við viljum mæta með þessu kennsluefni:
- Kynjamismun er að finna í ferðaþjónustu um alla Evrópu, sérstaklega þegar kemur að leiðtogahlutverkum.
- Tengsl milli kyns og loftslagsbreytinga skortir sem getur hindrað árangursríkar mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á vinnumarkaði.
- Sem stendur hafa kynin ekki jöfn tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða aðgerðir í loftslagsmálum... því er mikilvægt að jafna hlut kvenna og annarra minnihlutahópa á þessu sviði þar sem áhrif loftslagsbreytinga eru ekki þau sömu fyrir alla.
- Hlutfall erlends vinnuafls í ferðaþjónustu hefur hækkað alls staðar í Evrópu, sér í lagi vegna aukins fjölda kvenna og barna sem þurfa að flýja átakasvæði í heiminum.
MARKMIÐ okkar með kennsluefni We Lead er:
- Að stuðla að auknum framgangi kvenna í leiðtogastörfum innan ferðaþjónustunnar
- Vitundarvakning á möguleikum til aukinnar þjálfunar og færni í starfi
- Að auka þjálfun innan stéttarinnar þegar kemur að jafnréttismálum og inngildingu
- Að benda á mikilvægi tengsla milli loftslagsaðgerða og forystu kvenna í ferðaþjónustu
- Að auka sýnileika, forystuhæfileika og áhrif kvenna í greininni með sjálfbæra framtíð ferðaþjónustunnar að leiðarljósi
- Að gefa kennurum efnivið og verkfæri til að fræða nemendur sína um þessi mikilvægu málefni