Tímarit um ferðamál á norðurslóðum - kall eftir greinum
Ágæta fræðafólk
Við viljum vekja athygli á nýju ritrýndu fræðitímariti á sviði ferðamála, Ferðamál á norðurslóðum (FerNor), gefið út af Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) http://www.arctictourism.is
Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur þverfaglegrar umræðu um ferðaþjónustu og ferðamál á norðurslóðum sem svo sannarlega er brýnt viðfangsefni í samtímanum. Hvatt er til framlags frá hinum ýmsu fræðasviðum.
Tímaritið Ferðamál á norðurslóðumtekur einnig við öðru efni eins og rannsóknarpistlum, samantektum frá ráðstefnum, bókadómum, viðtölum, o.fl. sem varðar ferðaþjónustu og ferðamál á norðurslóðum.
Tímaritið Ferðamál á norðurslóðumer eingöngu rafrænt og opið er fyrir innsendingu greina allt árið um kring. Efni er birt jafnóðum og það er tilbúið. Ekki er tekið gjald fyrir birtingu greina.
Tekið er við greinum bæði á ensku og íslensku.
Ritstjórn FerNor tekur fagnandi á móti fjölbreyttu efni um ferðamál á norðurslóðum.