Áhrif Hvalárvirkjunar á ferðamennsku og útivist
02.02.2016
Unnið hefur verið mat á hugsanlegum áhrifum fyrirhugaðrar virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði á ferðamennsku og útivist á svæðinu.
Matið var samstarfsverkefni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri en unnið fyrir Verkís sem hluti mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar.
Verkið byggði á viðtölum við annars vegar ferðaþjónustuaðila að mestu búsetta á svæðinu og hins vegar innlenda ferðamenn sem þekkja þar til.
Niðurstöður, sem lesa má hér, benda til þess að nokkru muni í viðhorfi ferðaþjónustuaðila og ferðamanna til áhrifa á ferðamennsku og útivist á svæðinu, verði af virkjunarframkvæmdum.