Atvinna í ferðaþjónustu rædd á ráðstefnu í Noregi
Meðlimir rannsóknarhópsins um vinnuafl í ferðaþjónustu stóðu fyrir málstofu um málefnið á 27. ráðstefnunni; Nordic Symposium on Tourism and Hospitality Research í Alta Noregi, 24.-26. september síðastliðinn.
Með málstofunni var leitast eftir að kanna áskoranir er varða atvinnu í ferðaþjónustunni á Norðurlöndunum. Fjórar framsögur voru haldnar á málstofunni; Andreas Walmsley (Towards Livable Futures – A perspective on employment in Nordic Tourism), Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Íris Hrund Halldórsdóttir ( Tourism employment and job satisfaction), Magnfríður Júlíusdóttir (International migrants in tourism work: Diversity and knowledge gaps) og Marianne Ekonen og Petra Blinnika (Employing Generations YZ in tourism: opportunities and challenges).
Þegar framsögunum var lokið var unnið í hópum og rætt hvaða þættir væru aðkallandi varðandi atvinnu í ferðaþjónustu á norðurlöndunum. Mörg áhugaverð þemu komu þar fram sem þátttakendur höfðu áhuga á að skoða betur. T.a.m:
Ráðning fólks úr ólíkum menningarheimum; þróun í gervigreind, hvaða áhrif hefur hún á eftirspurn eftir hæfni og færni; kynjamál; leiðtogahæfni; skortur á þjálfun; hæfni og þróun námsefnis; stereotýpur og hreyfanlegt vinnuafl; aðgreining á milli atvinnu í dreifbýli og þéttbýli; skortur á vinnuafli; mismunandi menntunarstig; aðgengi að gögnum; og fl.
Þátttakendur sammæltust um mikilvægi þeirra mála sem snerta atvinnu í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum. Í framhaldinu er stefnt að leita leiða til frekari samvinnu, t.a.m. að gefa út ritstýrða bók um málefnið.
Áhugasömum um þátttöku í ritun bókarinnar er bent á að hafa samband við Andreas Walmsley.