Doktorsvörn í Svíþjóð
Forstöðumaður RMF var andmælandi í fyrstu doktorsvörn í ferðamálafræði frá háskóla í Svíþjóð í nýliðnum mánuði. Ferðamál hafa vissulega verið viðfangsefni doktorsritgerða við sænska háskóla áður, þá helst í landfræði- eða viðskiptafræðideildum. Doktorsritgerð Patrick Brouder er hinsvegar sú fyrsta sem er úr ferðamáladeild sem bíður doktorsnám.
Patrick Brouder varði sína doktorsritgerð 28. maí sl. við Mittuniversitetet í Östersund. Skólinn bauð doktorsnám í ferðamálafræði fyrstur háskóla í Svíþjóð og Patrick sá fyrsti til að útskrifast. Ritgerð Patrick fjallar um frumkvöðlastarf og vöxt og viðgang ferðaþjónustu í dreifðum byggðum og jaðarsvæðum Svíaríkis. Vörnin gekk vel og var það einróma álit þriggja manna matsnefndar að hann skyldi standast prófið eftir um það bil tveggja stunda rökræðu um verkið við andmælanda og gesti í sal.
Útdrátt ritgerðar og auglýsingu fyrir vörnina má finna hér
Ritgerðina í heild sinni má finna hér