Dreifing gistinátta skv. GINI stuðli
Eitt af helstu markmiðum markaðsátaksins Ísland – allt árið er að taka á árstíðasveiflu íslenskrar ferðaþjónustu og dreifa ferðafólki betur um landið og yfir árið.
Hér má GINI stuðul notaðan til að sýna dreifingu gistinátta yfir mánuði ársins, skipt upp eftir svæðum. Stuðull er gjarnan notaður til greiningar á samfélagslegum jöfnuði og/eða misskiptingu, það er dreifingu tekna eða samfélagslegra gæða. Með sama hætti er hægt að skoða hvernig gistinætur dreifast yfir mánuði ársins eftir mismunandi svæðum.
Framsetningin miðar við að GINI stuðullinn tæki gildið 0 ef allar gistinætur hvers árs, skiluðu sér alveg jafnt yfir 12 mánuði þess. Gildi stuðulsins hækkar svo í takt við aukna "misskiptingu" - þ.e. að gildið 1 jafngildir því að allar gistinætur árs halla innan eins og sama mánaðar.
Myndin sýnir að frá árinu 2012 hefur dregið úr árstíðarsveiflu í gistináttum erlendra gesta og á höfuðborgarsvæðinu (gul lína) er hún nær horfin þar sem GINI gildið er einungis 0,1. Myndin sýnir einnig að á sama tíma hefur orðið jákvæð þróun með minnkandi árstíðarsveiflu á í gistinóttum erlendra ferðamanna.
Svæði í nágrenni höfuðborgarinnar, innan eiginlegs dagsferðahrings sýna sömu jákvæðu þróun milli ára - þ.e. Suðurnes (brún lína), Suðurland (skærblá lína) og Vesturland (dökkgræn lína).
Líkt og myndin sýnir og skoða má betur í töflu hér að neðan, sýna önnur svæði jákvæða þróun með lækkandi gildum á allra síðustu árum. Engu að síður er vandi íslenskrar ferðaþjónustu utan stór-höfuðborgarsvæðisins enn um sinn hin mikla árstíðarsveifla gistinátta, sem sérstaklega einkennir svæði utan höfuðborgarsvæðis.