Hlutu styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála

Íris H. Halldórsdóttir og Magnfríður Júlíusdóttir
Íris H. Halldórsdóttir og Magnfríður Júlíusdóttir

Íris Hrund Halldórsdóttir sérfræðingur hjá RMF og Magnfríður Júlíusdóttir lektor í landfræði við Háskóla Íslands, hlutu nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála til áframhaldandi rannsóknar á verkefninu „Kjör og aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu“. Rannsókninni er ætlað að veita innsýn í kjör og aðstæður erlends starfsfólks í greinum tengdum ferðaþjónustu á Íslandi og er nú lögð áhersla á Norðaustur- og Austurland. Áður hefur áherslan verið á Suðurland, Suðurnes og Vestfirði.


Lesa má nánar um úthlutunina hér