Erindi um ferðavenjukannanir
21.03.2017
Á Súpufundi Akureyrarstofu í dag, kynnti Lilja B. Rögnvaldsdóttir rannsókn á efnahagslegum áhrifum erlendra ferðamanna á fjórum svæðum á landinu, það er á Siglufirði, Húsavík, Höfn í Hornafirði og í Mývatnssveit.
Líkt og sagt hefur verið frá hér á vefnum, voru nýlega gefnar út skýrslur sem greina frá niðurstöðum rannsóknarinnar og eru þær aðgengilegar hér.
Rætt verður við Lilju um rannsóknina á Morgunvakt Rásar 1 í fyrramálið 22. mars.