Ferðamál á Þjóðarspegli 2022
Ferðamál verða meðal umfjöllunarefna á Þjóðarspeglinum 2022, árlegri ráðstefnu í félagsvísindum sem fram fer í húsakynnum Háskóla Íslands 27.-28. október n.k.
Ein málstofa ráðstefnunnar ber yfirskriftina Ferðamál. Þar verða með erindi Magdalena Falter, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ása Marta Sveinsdóttir & Laufey Haraldsdóttir og Eyrún Jenný Bjarnadóttir sem jafnframt mun stýra málstofunni.
Málstofan Ferðamál er á dagskrá Þjóðarspegils föstudaginn 28. október kl. 09:00-10:40 og fer hún fram í stofu O-202.
Ferðamál verða einnig meðal umfjöllunarefna í málstofu sem ber heitið Þjónustustjórnun og er á dagskrá sama dag kl. 15:00-17:00 í stofu O-201.
Þetta verður í 23. skipti sem Þjóðarspegillinn fer fram en nánari upplýsingar um dagskrá og ágripabók ráðstefnunnar í ár má sjá hér.