Ferðamenn ánægðir með náttúru á Kröflusvæðinu
Ferðamenn sem heimsækja Kröflusvæðið eru mjög ánægðir með náttúru svæðisins og finnst hún falleg og áhrifamikil.
Þetta er meginsniðurstaða í nýrri skýrslu RMF, sem fjallar um rannsókn sem var ætlað að meta áhrif Kröfluvirkjunar og tengdra mannvirkja á upplifun ferðamanna.
Rannsóknin var í formi spurningakönnunar sem var lögð fyrir ferðamenn við Víti, við bílastæði hjá Leirhnjúk og í gestastofu sumarið 2017.
Niðurstöður könnunar voru bornar saman við niðurstöður úr sambærilegri rannsókn sem fór fram á Blöndusvæðinu árið 2016. Þá voru einnig til hliðsjónar niðurstöður spurningakannana sem voru gerðar sumarið 2015 á sjö svæðum á landinu þar sem virkjunarkostir eru til skoðunar en engin orkumannvirki eru til staðar en þær kannanir voru á vegum Rammaáætlunar.
Þótt svarendur könnunarinnar við Kröflu telji svæðið örlítið meira manngert og talsvert háværara en við átti um þá sem svöruðu könnunum á svæðum þar sem ekki var búið að virkja á, eru þeir annað hvort jafn ánægðir eða ánægðari með náttúru svæðisins en við átt um þá sem svöruðu sömu spurningum við Blöndu og í rannsókn á vegum Rammaáætlunar.
Mannvirki virðast því ekki hafa neikvæð áhrif á upplifun þeirra, ef marka má niðurstöður þessarar spurningakönnunar.
Hér má nálgast skýrsluna á rafrænu formi.