Ferðamennska á heimskautasvæðum - sérútgáfa tímaritsins Resources
04.09.2017
Haustið 2016, sá RMF um 5. ráðstefnu Samtaka um ferðamálarannsóknir á heimskautasvæðum (International Polar Tourism Research Network). Á ráðstefnunni, sem fór fram á Akureyri og Raufarhöfn, kynntu rannsakendur nýjustu rannsóknir sínar um ferðamál og ferðamennsku.
Nýútkomin sérútgáfa tímaritsins Resources ber heitið Sustainable Tourism and Natural Resource Conservation in the Polar Regions, en útgáfan er helguð greinum byggðum á rannsóknum sem kynntar voru á ráðstefnunni.
Tímaritið er í opnum aðgangi sem nálgast má hér.