Ferðamennska og friður á Norðurslóðum
Hver eru tengsl milli átaka, friðaruppbyggingar og ferðamennsku? Dr. Auður H Ingólfsdóttir, sérfræðingur á RMF, ræddi þetta málefni á ráðstefnu sem haldin var í Háskólanum í Tromsö undir yfirskriftinni: Friður á Norðurslóðum (e. Peace in the Arctic) þann 20. mars sl.
Í fyrirlestrinum fjallaði Auður m.a. um hvernig friður og stöðugleiki getur verið hluti af aðdráttarafli áfangastaðar, hvaða hættur kunna að steðja að ferðamönnum sem sækja Norðurslóðir heim, hvaða hættur ferðamennska geti skapað í fámennum samfélögum á Norðurslóðum og hvort og hvernig ferðamennska geti verið jákvætt afl til að auka skilning milli menningarheima og styðja þannig við friðaruppbyggingu.
Ráðstefnan var hluti af samstarfverkefni HÍ og Háskólans í Tromsö um frið á Norðurslóðum, sem er er styrkt af Norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs.