Ferðaþjónusta sem ylrækt
Á ársfundi Byggðastofnunnar, sem haldin verður 5. apríl að Miðgarði í Skagafirði, mun forstöðumaður RMF halda erindi undir yfirskriftinni „Ferðaþjónusta sem ylrækt - Ný hugsun fyrir uppbyggingu í byggða“. Verður erindið flutt í samstarfi við Þorvarð Árnason forstöðumann rannsóknaseturs HÍ í Hornafirði, en hugmyndin að ferðaþjónustu sem ylrækt er frá honum komin og voru lokaniðurstöður hans á Hugvísindaþingi sem haldið var við Háskóla Íslands 15.-16. mars (sjá hér).
Er markmið Edwards og Þorvarðar að koma hugmyndinni um ylrækt á framfæri í samhengi ferðaþjónustu. Í henni felst áhersla á hvernig uppbygging ferðaþjónustu getur verið jákvætt afl í þróun byggðar umhverfis landið. Forsendur þess eru hinsvegar að fólk í byggðum landsins taki frumkvæði og leiði uppbyggingu greinarinnar í stað þess að hún einkennist af viðbragði við stöðugt fleiri gestum.