Fjórðu rannsóknadagar RMF haldnir á Hvanneyri

Dagana 6. og 7. nóvember 2014 bauð Rannsóknamiðstöð ferðamála til rannsóknadaga í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Á þessum fjórðu rannsóknardögum RMF bauð Rannsóknamiðstöð ferðamála starfsmönnum sínum, rannsakendum í ferðamálum og framhaldsnemum til rannsóknardaga. Í þetta sinn var það starfsfólk RMF og verkefnastarfsfólk sem kynntu stöðu mála á rannsóknum sínum. Á rannsóknardögum voru fimm rannsóknarverkefni kynnt. Hvert verkefni um sig fékk 30 mínútur í kynningu og svo eina klukkustund þar sem allir viðstaddir fengu færi á að ræða verkefnið, koma með tillögur, spyrja og rýna.

Kynningar að þessu sinni voru:

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir
Rannsókn á efnahagslegum áhrifum  ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu.

Jóhannes Welling
Ferðaþjónusta, jöklar og loftlagsbreytingar á Íslandi.

Cristi Frent
Efnahagslegur ávinningur Íslands af ferðaþjónustu – betrumbætur á ferðaþjónustureikningum Hagstofunnar.

Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þorvaldsdóttir
Fyrri hluti kynningar var lýsing á hvernig umferðarteljarar á aðkomuleiðum að ferðamannastöðum hafa verið notaðir til þess að finna fjölda gesta. Í seinni hluta kynningar var áhersla lögð á undirbúning og framkvæmd gagnasöfnunarinnar fyrir rannsóknina "Þolmörk og fjöldi ferðamanna á átta náttúruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi", sem Rögnvaldur og Gyða vinna að ásamt Önnu Dóru Sæþórsdóttur.

Anna Dóra Sæþórsdóttir
Þolmörk og fjöldi ferðamanna á átta náttúruskoðunarstöðum á Suður- og Vesturlandi, sem Anna Dóra vinnur að ásamt Gyðu Þorvaldsdóttur og Rögnvaldi Ólafssyni

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Áhersla á frásagnir – ímynd staðar byggðar á frásögnum af tónlistarhátíð. Hvað einkennir frasagnir af Bræðslunni?

Næstu Rannsóknadagar verða haldnir snemma sumars 2015, staðsetning á eftir að koma í ljós en verður mögulega fyrir vestan. 

2014-11-01-D-42 FILEminimizer

 Edward býður fólki velkomið og kynnir dagskrána fyrir dagana tvo. 

 

2014-11-01-D-03 FILEminimizer

Lilja hóf kynningarmaraþon RMF rannsóknardagana með kynningunni sinni um efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu.

 

2014-11-01-D-13 FILEminimizer

 Næstur á svið var Hans sem sagði frá kynnti stöðu mála rannsókn sína “Ferðaþjónusta, jöklar og loftlagsbreytingar á Íslandi”.

 

2014-11-01-D-37 FILEminimizer

 Cristi átti svo lokaorðið á fyrsta degi rannsóknardaga RMF haustsins 2014, en þar fengu þátttakendur að heyra um gengi rannsóknarinnar “Efnahagslegur ávinningur Íslands af ferðaþjónustu – betrumbætur á ferðaþjónustureikningum Hagstofunnar”.

 

2014-11-01-D-35 FILEminimizer

F.v. Edward, Martin og Gunnar gríðarlega ánægðir með fyrri daginn.

 

2014-11-01-D-40 FILEminimizer

Í lok dagsins fengu þátttakendur að heimsækja hið geysi flotta Landbúnaðarsafn á Hvanneyri þar sem verkefnisstjóri Bjarni Guðmundsson gaf stutta leiðsögn um safnið.

 

2014-11-01-D-07 FILEminimizer

 F.v. Kristinn, Mareike, Michael og Harald einbeitt yfir kynningu seinni daginn.